-7 C
Selfoss
Home Fréttir Gjaldkera Björgunarfélags Árborgar vikið frá störfum

Gjaldkera Björgunarfélags Árborgar vikið frá störfum

Gjaldkera Björgunarfélags Árborgar vikið frá störfum

Gjaldkera Björgunarfélags Árnesinga hefur verið vikið frá störfum vegna misnotkunar á viðskiptakorti félagsins. Málinu hefur verið vísað til lögreglu sem fer með rannsókn þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Björgunarfélagnsu

Tilkynning frá Björgunarfélagi Árborgar:

Gjaldkeri Björgunarfélags Árborgar hefur viðurkennt að hafa nýtt viðskiptakort félagsins til kaupa á eldsneyti til eigin nota. Honum hefur verið vikið frá störfum og stjórn Björgunarfélagsins hefur vísað málinu til lögreglu sem fer með rannsókn þess.

Félagar í Björgunarfélagi Árborgar líta málið alvarlegum augum og harma að gjaldkerinn fyrrverandi hafi brugðist trausti þeirra með þessum hætti. Reikningar félagsins síðustu ára verða nú skoðaðir gaumgæfilega og málið unnið í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörg og lögmann þess.

Ekki er hægt að veita nánari upplýsingar um málið meðan rannsókn lögreglu stendur yfir.

Tryggvi Hjörtur Oddsson,
formaður Björgunarfélags Árborgar.