-6.1 C
Selfoss

Borðtennishelgi á Hvolsvelli

Vinsælast

Mikil borðtennishátíð verður á Hvolsvelli helgina 18.–19. mars nk. en þá fer þar fram Íslandsmót unglinga í borðtennis. Mótið er að þessu sinni í umsjón borðtennisdeildar Dímonar og fer fram í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli.

Leikið verður í fjórum aldursflokkum drengja og stúlkna, í einliðaleik, þremur aldursflokkum í tvíliðaleik og tveimur aldursflokkum í tvenndarkeppni. Laugardaginn 18. mars verður leikið í tvenndarkeppni og keppt í riðlum í einliðaleik. Leikið verður upp úr riðlum fram að undanúrslitum. Sunnudaginn 19. mars verður leikið í tvíliðaleik og til úrslita í einliðaleik. Dagskrá lýkur með sameiginlegri verðlaunaafhendingu fyrir alla flokka. Sundlaugin verður opin kl. 10–15 báða dagana og býðst keppendum að skella sér frítt í sund þessa helgi.

Nýjar fréttir