3.9 C
Selfoss

Um 400 skátar verða í Hveragerði í sumar

Vinsælast

Hveragerðisbær, Landbúnaðarháskólinn og Bandalag íslenskra skáta hafa gert með sér samkomulag í tengslum við World Scout Moot sem haldi verður á Íslandi 2017. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að um 400 þátttakendur verði í tjaldbúðum Hveragerði dagana 24.–29. júlí.

Á þessu 15. alþjóðlega skátamóti er búist er við allt að 5.000 þátttakendum frá 80 löndum. Mótssetning verður í Reykjavík en svo skiptast þátttakendur upp í tíu tjaldbúðir víðs vegar um landið og verða þar í fjóra daga við margvísleg verkefni. Eftir það sameinast allir hóparnir á Úlfljótsvatni og verða þar í fjóra daga.

Landbúnaðarháskólinn mun styrkja mótið með endurgjaldslausum afnotum af útisvæði skólans við Reyki í Ölfusi, mötuneyti skólans o.fl. Einnig mun skólinn styðja við dagskrá mótsins með leiðsögn eða leiðbeiningum.

Hveragerðisbær styrkir mótið með færanlegum salernum á svæði Landbúnaðarháskólans, gámum fyrir sorp og tæmingu á þeim og eina máltíð fyrir þátttakendur mótisins. Auk þess mun bærinn bjóða frítt í sund fyrir þátttakendur mótsins.

Þátttakendur á World Scout Moot munu leggja sitt af mörkum á svæðinu með samfélagsverkefnum eins og gróðursetningu, hreinsun, stígagerð og þátttöku í menningarviðburðum, svo fátt eitt sé nefnt. Skátafélagið Strókur munu sjá um tjaldbúðirnar í Hveragerði, en félagið hefur lagt mikinn metnað í að undirbúa tjaldbúðir og að sýna fram á þá möguleika sem svæðið hefur upp á að bjóða.

Nýjar fréttir