-0.5 C
Selfoss
Home Fréttir Margrét Lúðvígsdóttir íþróttamaður HSK

Margrét Lúðvígsdóttir íþróttamaður HSK

0
Margrét Lúðvígsdóttir íþróttamaður HSK
Margrét Lúðvígsdóttir íþróttamaður HSK 2016. Ljósmynd: Umf. Selfoss.
Margrét hefur æft fimleika frá unga aldri og náð miklum árangri innan greinarinnar. Hún er uppalinn Selfyssingur og hefur æft og keppt með fimleikadeild Selfoss í fjölda ára. Margrét er mikil fyrirmynd fyrir yngri iðkendur deildarinnar og er hún jafnframt farin að miðla af sinni reynslu til þeirra sem þjálfari. Á síðasta keppnistímabili keppti Margrét með blönduðu liði Selfoss þar sem hún var algjör lykilmanneskja í liðinu. Hún keppti á öllum innlendu mótunum og sýndi þar mikla baráttu þegar liðið lenti í mótlæti og uppskar ríkulega með Íslands-, bikar- og deildarmeistaratitli. Margrét keppti með landsliði Íslands á Evrópumótinu sem fram fór í Slóveníu núna í haust. Liðið hafnaði í 3. sæti og var það í fyrsta skipti sem íslenskt lið í flokki blandaðra liða í flokki fullorðinna vinnur til verðlauna á Evrópumóti. Hún var valin fyrirliði liðsins fyrir mótið og keppti á öllum áhöldum, það er á trampólíní, dýnustökkum og gólfæfingum. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Margrét keppti á stórmóti en árið 2012 varð hún Evrópumeistari með stúlknaliði Íslands og árið 2015 keppti hún með liði Selfoss á Norðurlandamóti. Svo það má segja að hún sé hokin af reynslu sem er gríðarlega mikilvægt fyrir deildina að eiga sem fyrirmynd og þjálfara yngri iðkenda. Margrét er samviskusöm og metnaðarfull og leggur mikið á sig til að ná sem lengst innan greinarinnar.
Margrét Lúðvígsdóttir íþróttamaður HSK 2016. Ljósmynd: Umf. Selfoss.

Á hérðasþingi HSK sem fór fram í Hveragerði í dag var Margrét Lúðvígsdóttir, fimleikakona frá Selfossi, útnefnd íþróttamaður HSK 2016.

Í ársskýrslu HSK kemur fram að Margrét hefur æft fimleika frá unga aldri og náð miklum árangri innan greinarinnar. Hún er uppalinn Selfyssingur og hefur æft og keppt með fimleikadeild Selfoss í fjölda ára. þar segir enn fremur um Margréti:

Margrét er mikil fyrirmynd fyrir yngri iðkendur deildarinnar og er hún jafnframt farin að miðla af sinni reynslu til þeirra sem þjálfari. Á síðasta keppnistímabili keppti Margrét með blönduðu liði Selfoss þar sem hún var algjör lykilmanneskja í liðinu. Hún keppti á öllum innlendu mótunum og sýndi þar mikla baráttu þegar liðið lenti í mótlæti og uppskar ríkulega með Íslands-, bikar- og deildarmeistaratitli.

Margrét keppti með landsliði Íslands á Evrópumótinu sem fram fór í Slóveníu núna í haust. Liðið hafnaði í 3. sæti og var það í fyrsta skipti sem íslenskt lið í flokki blandaðra liða í flokki fullorðinna vinnur til verðlauna á Evrópumóti. Hún var valin fyrirliði liðsins fyrir mótið og keppti á öllum áhöldum, það er á trampólíní, dýnustökkum og gólfæfingum. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Margrét keppti á stórmóti en árið 2012 varð hún Evrópumeistari með stúlknaliði Íslands og árið 2015 keppti hún með liði Selfoss á Norðurlandamóti. Svo það má segja að hún sé hokin af reynslu sem er gríðarlega mikilvægt fyrir deildina að eiga sem fyrirmynd og þjálfara yngri iðkenda. Margrét er samviskusöm og metnaðarfull og leggur mikið á sig til að ná sem lengst innan greinarinnar.