-5.2 C
Selfoss

Banaslys í Silfru í gær

Vinsælast

Laust fyrir kl. 16 í gær barst útkall til Neyðarlínu vegna manns sem bjargað hafði verið meðvitundarlausum á land úr Silfru á Þingvöllum. Lögregla og sjúkralið ásamt þyrlu LHG voru kölluð til. Maðurinn, erlendur ferðamaður á sjötugsaldri, mun hafa verið að snorkla í gjánni og hafa verið í för með fleiri úr fjölskyldunni í skipulagðri ferð.

Maðurinn sem fluttur var með þyrlu LHG frá Þingvöllum var úrskurðaður látinn á Landspítala Háskólasjúkrahúsi skömmu eftir komuna þangað. Maðurinn mun, að sögn vitna, hafa kallað til aðstoðar vegna andþyngsla og misst meðvitund skömmu eftir að leiðsögumaður kom honum til hjálpar. Rannsókn málsins er í höndum Lögreglunnar á Suðurlandi og verða frekari upplýsingar ekki gefnar fyrr en að lokinni krufningu.

Nýjar fréttir