-6.6 C
Selfoss

Töfraflautan sýnd á Flúðum á sunnudag

Vinsælast

Sunnudaginn 12. mars nk. kl. 18.00 sýnir Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík Töfraflautu Mozarts í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum. Uppselt var á sýningu sem fram fór 12. febrúar sl. í Norðurljósasal Hörpu og urðu margir frá að hverfa. Því var ákveðið að bæta fleiri sýningum. Önnur sýning verður í Norðurljósasal Hörpu föstudagskvöldið 10. mars kl. 19.30, sú þriðja í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum og sú fjórða í Hömrum á Ísafirði

Mikill spenningur er í Söngskóla-hópnum fyrir heimsókninni. Gaman er að segja frá því að sjálfur Pabageno (Birgir Stefánsson) kemur úr sveitinni og er því á heimavelli á Flúðum. Miðar verða seldir við innganginn.

Nýjar fréttir