-6.6 C
Selfoss
Home Fréttir Hamingjan var látin flæða upp á Selfoss

Hamingjan var látin flæða upp á Selfoss

0
Hamingjan var látin flæða upp á Selfoss
Nemendur afhentu hamingjukrukkur í ráðhúsi Árborgar.

Nemendur í 3. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fóru í vettvangsferð á Selfoss síðastliðinn mánudag. Kveikjan að ferðinni var sú að nemendur í BES fóru með jákvæð orð í nokkrar stofnanir við ströndina á baráttudegi gegn einelti þann 8. nóvember sl. Nemendum og kennurum langaði alltaf að láta hamingjukrukkurnar með jákvæðu orðunum flæða upp á Selfoss. Því ákváðu nemendur 3. bekkjar ásamt umsjónarkennara að láta verða af því og fóru með rútu á Selfoss. Farið var á bókasafnið, í ráðhúsið, á lögreglustöðina og að skoða sjúkrabílana. Öllum voru færðar hamingjukrukkur með jákvæðum orðum til að hafa á kaffistofunni. Síðan var strætó tekinn heim. Ferðin var í alla staði skemmtileg, áhugaverð og fróðleg. Nemendur fengu afar góðar móttökur þar sem þau komu og fengu að skoða, prófa og upplifa marga hluti.