3.9 C
Selfoss
Home Fréttir HSK-þing verður í Hveragerði á laugardag

HSK-þing verður í Hveragerði á laugardag

0
HSK-þing verður í Hveragerði á laugardag
Ungir þingfulltrúar á síðasta HSK-þingi.

HSK-þing verður haldið á Hótel Örk í Hveragerði laugardaginn 11. mars og hefst kl. 9:30. Þing HSK hafa átján sinnum verið haldin í Hveragerði, fyrst árið 1942 og síðast 2006.

Rétt til setu á þinginu eiga 131 fulltrúi frá 58 aðildarfélögum HSK og tveimur sérráðum sambandsins.

Síðustu daga hefur verið unnið að lokaundirbúningi héraðsþingsins, s.s. við frágang á ársskýrslu. Þá hefur kjörnefnd sambandsins verið að störfum, en nefndin hefur það verkefni að koma með tillögu að nefndar- og stjórnarskipan HSK 2017.

Nánari upplýsingar um þingið má finna hér á heimasíðu HSK, undir liðnum viðburðir.