-6.9 C
Selfoss

Samstarfssamningur um sameiginlegar æfingar endurnýjaður

Vinsælast

Brunavarnir Árnessýslu, Lands­virkjun og Landsnet endurnýjuðu í liðinni viku  samstarfssamning til þriggja ára. Samningurinn felur í sér sam­eiginlegar æfingar varðandi útkalls- og öryggismál í virkj­un­um sýslunnar. Æfingar eru fyrirhugaðar strax í marsmánuði þar sem slökkviliðsmenn æfa með starfsmönnum Lands­virkjunar og Landsnets björg­un úr þröngum rýmum.

„Einstaklega gott og ánægju­­legt samstarf hefur verið á milli þessara aðila á undanförnum árum og þykir okkur hjá Bruna­vörnum Árnessýslu afar ánægju­­legt að næstu þrjú ár, að minnsta kosti, munu halda áfram á sömu braut,“ segir Pétur Péturs­son slökkviliðsstjóri.

Nýjar fréttir