3.9 C
Selfoss

Daði Freyr komst áfram með lag sitt „Hvað með það“

Vinsælast

Þrjú lög komust áfram í öðrum hluta úrslitakeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fram fór í Háskólabíói sl. laugardagskvöld. Eitt þeirra var lagið „Hvað með það“ með Sunnlendingnum Daða Frey Péturssyni. Hin lögin voru „Ég veit það“, í flutningi Svölu Björgvinsdóttur og „Þú hefur dáleitt mig“ með Aroni Brink.

Á vef RÚF kemur fram að framkvæmdastjórn Söngvakeppninnar ákvað að grípa til svokallaðs Svarta Péturs, en heimild er fyrir því í reglum keppninnar að hleypa einu lagi áfram í úrslitin til viðbótar við þau sex sem komast áfram í gegnum símakosningu. Lagið sem varð fyrir valinu er lagið „Bammbaramm“ eftir Hildi Kristínu Stefánsdóttur. Það verða því 7 lög sem keppa til úrslita næsta laugardagskvöld í Laugardalshöllinni.

Hin lögin þrjú sem þegar höfðu tryggt sig áfram í úrslitin eru „Mér við hlið“ í flutningi Rúnars Eff, „Nótt“ með Aroni Hannesi, og „Til mín“ í flutningi Arnars Jónssonar og Rakelar Pálsdóttur. Úrslitakeppnin verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV laugardaginn 11. mars kl. 19:45.  Sérstakur gestur kvöldsins verður Eurovision-sigurvegarinn árið 2015, hinn sænski Måns Zelmerlöw en hann mun m.a. syngja tvö lög.

Nýjar fréttir