Nemendur í 2. bekk Vallaskóla á Selfossi fóru fyrir skömmu í gönguferð um bæinn með kennara sínum. Göngutúrinn var liður í verkefninu Gullin í grenndinni. Þar fræddust börnin m.a. um af hverju það er svona mikið „Tryggvi“ út um allt á Selfossi. Nemendur fræddust um Ölfusárbrúna og Tryggva Gunnarsson smið og bankastjóra með meiru og kennileiti honum tengdum eins og t.d. Tryggvaskála, Tryggvatorg, Tryggvagarð og Tryggvagötu.
Af hverju er svona mikið „Tryggvi“ á Selfossi?
