-5.5 C
Selfoss

Húsfyllir í Rangárhöllinni í hverri keppni

Vinsælast

Þriðja keppni Suðurlandsdeildarinnar fór fram í gærkvöldi í Rangárhöllinni þar sem keppt var í tölti. Keppnin var hin glæsilegasta og voru mörg öflug hross sem mættu í braut. Virkilega ánægjulegt var að fylgjast með samstöðunni í liðunum og er óhætt að segja að keppninni fylgi virkilega góður andi.

Lið Krappa ehf, stórsigurvegarar kvöldsins! Sigurður Sigurðarson, Lena Zielinski, Benjamín Sandur og Lea Schell. Ljóðsmynd: Eiðfaxi.
Lið Krappa ehf, stórsigurvegarar kvöldsins! Sigurður Sigurðarson, Lena Zielinski, Benjamín Sandur og Lea Schell. Ljóðsmynd: Eiðfaxi.

Lið Krappa fór með sigur af hólmi í gærkvöld en fulltrúar þeirra lentu í 1. og 4. sæti í flokki atvinnumanna og 1. og 2. sæti í flokki áhugamanna. Lið Húsasmiðjunnar gaf samt sem áður ekkert eftir og voru þeirra fulltrúar í 2. og 3. sæti í flokki atvinnumanna og 6. og 9. sæti í flokki áhugamanna. Það er því enn mjótt á munum milli þessara liða.

Staðan í liðakeppninni er þannig að lið Krappa leiðir með 249 stig en þar fast á eftir kemur lið Hemlu/Hrímnis/Strandarhöfuðs með 233 stig og svo er lið Húsasmiðjunnar í þriðja sæti með 193 stig. Fræðilega séð getur lið VÍKINGanna ennþá unnið keppnina en þau eru í fjórða sæti sem stendur með 166 stig. Því er keppnin enn galopin og ómögulegt að spá til um hvaða lið stendur uppi sem sigurvegari!

Næst verður keppt í fimmgang og fer sú keppni fram föstudaginn 17. mars.

Heildarstöðu Liðakeppninnar má sjá hér.
Sæti Lið Stig
1. Krappi ehf. 248,5 stig
2. Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð 232,5 stig
3. Húsasmiðjan 192,5 stig
4. VÍKINGarnir 165,5 stig
5. Árbæjarhjáleiga/Herríðarhóll 156,5 stig
6.-7. IceWear 143 stig
6.-7. Heimahagi 143 stig
8. Þverholt/Pula 137 stig
9. Kvistir 109 stig
10. Kálfholt 98,5 stig
11. Hjarðartún 92,5 stig
12. Hlökk 81,5 stig

Nýjar fréttir