Á aðalfundi Íþróttafélagsins Hamars í Hveragerðis sem haldinn var sl. sunnudag var Lárus Ingi Friðfinnsson formaður og stofnandi körfuknattleiksdeildar Hamars, sæmdur gullmerki félagsins. Í máli formanns við afhendinguna kom fram að Lárus hlyti gullmerkið fyrir áratuga ósérhlífið starf og einstaka elju við uppbyggingu og rekstur körfuknattleiksdeildarinnar í Hveragerði.
Lárus Ingi sæmdur gullmerki Hamars
