3.9 C
Selfoss

Selfosspiltar bikarmeistari í 4. flokki

Vinsælast

Strákarnir á eldra ári í 4. flokki Selfoss urðu Coca Cola bikarmeistarar er þeir unnu ÍR í úrslitaleik í gær. Selfoss komst yfir snemma leiks og hélt forystunni allan leikinn. ÍR-ingar sýndu þó mikla baráttu allan leikinn og gáfust aldrei upp. Lokatölur urðu 28-20 fyrir Selfoss.

Haukur Þrastarson var valinn maður leiksins en hann skoraði 15 mörk fyrir Selfoss í leiknum.

Markarskorarar Selfoss: Haukur Þrastarson 15, Daníel Karl Gunnarsson 3, Gunnar Flosi Grétarsson 3, Sölvi Svavarsson 2, Þorsteinn Freyr Gunnarsson 2, Haukur Páll Hallgrímsson 1, Bergsveinn Vilhjálmur Ásmundsson 1 og Daníel Garðar Antonsson 1.

Markaskorarar ÍR: Gunnar Aðalsteinsson 8, Viktor Sigurðsson 5, Atli Kolbeinn Siggeirsson 3, Karl Patrick Marteinsson 3 og Hafsteinn Jónsson 1.

Nýjar fréttir