-5.2 C
Selfoss

Júlí Heiðar með lag í Söngvakeppni Sjónvarpsins

Vinsælast

Júlí Heiðar Halldórsson úr Þorlákshöfn er höfundur lagsins Heim til þín/Get Back Home en lagið flytur hann ásamt kærustu sinni Þórdísi Birnu í Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Textann samdi hann ásamt vini mínum Guðmundi Snorra en hann flutti einmitt lag Júlís Heiðars í fyrra (Ready to Break Free).

Lagið í ár fjallar um fjarsamband og er saga Guðmundar og kærustunnar hans sem er búsett í Vínarborg. „Melódía viðlagsins poppaði upp í kollinn á mér þegar ég var að vinna seinasta sumar á kaffihúsinu Hendur í höfn í Þorlákshöfn. Ég hef eytt síðustu sumrum í Þorlákshöfn hjá fjölskyldunni þrátt fyrir að vera búsettur í Reykjavík. Marínó Geir Lilliendahl hjálpaði mér við útsetningu lagsins og Fannar Freyr sem sá um hljóðblöndun,“ segir Júlí Heiðar.

Í ár má segja að sunnleskt þema sé á sviðinu því þar verða Hvergerðingarnir og systurnar Unnur Birna og Dagný Halla Björnsdætur í bakröddum ásamt þeim félögum Magnúsi Kjartani og Sigþóri Árnasyni úr Stuðlabandinu. Þau stígum á svið í kvöld 25. febrúar og vonast Júlí Heiðar til að Sunnlendingar fylgist spenntir með og kjósi sitt fólk áfram.
„Ef fólk vill fylgjast nánar með okkur þá mæli ég með að kíkja á facebookgrúppuna okkar. Þar getur fólk séð tónlistarmyndbandið við lagið sem kom út núna fyrr í febrúar. Einnig er hægt að finna okkur á snapchat undir nöfnunum Juliheidarh & thordisbirna.“

Júlí Heiðar er í leikaranámi við Listaháskóla Íslands og kemur til með að útskrifast sumarið 2018. Keppnin og skólinn skarast smá í ár hjá Júlí Heiðari en hann fer í þriggja vikna skiptinám í Konunglega leikliastarskólann í Kaupmannahöfn daginn eftir fyrsta undanúrslitakvöldið. „Ef við förum áfram í söngvakeppninni mun ég þurfa að fljúga heim fyrir ústlitin sem fara fram þann 11 .mars sem gæti orðið algjör rússíbani. Einnig er ég að frumsýna mína aðra kvikmynd Snjór og Salóme núna á næstunni. Þar fer ég með hlutverk samkynhneigðs eiturlyfjasala. Ekki er kominn nákvæm dagsetning fyrir frumsýninguna en hún er í apríl.“

Þórdís Birna starfar sem flugfreyja hjá Wow Air. Hún er með B.S. í sálfræði frá Háskóla Íslands og stefnir á að fara í master í marskaðsfræði næsta haust.

Nýjar fréttir