2.3 C
Selfoss
Home Fréttir Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss

Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss

Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss

Vegurinn á milli Hveragerðis og Selfoss er lokaður vegna umferðarslys sem varð núna rétt fyrir kl. 9 í morgun.

Fólki er bent á hjáleið um Hvammsveg framhjá Sogni.

Frétt verður uppfærð þegar fleiri upplýsingar lyggja fyrir.

Lögreglan á Suðurlandi vekur athygli á því að víða í umdæminu er nú krap og slabb á vegum sem veldur mikilli hættu á að bílar „fljóti upp“ og missi veggrip. Þegar hafa orðið óhöpp af þessum sökum og eru vegfarendur hvattir til að aka í samræmi við aðstæður og stilla ökuhraða í hóf.

Uppfært kl. 11:05
Lögregla hefur lokað Þrengslavegi þar sem flutningabifreið þverar veginn við Skógarhlíðabrekku. Unnið er að því að fjarlægja bifreiðina. Engin slys urðu og er bifreiðin á hjólunum.
Nú í morgun hafa fjölmargir ökumenn misst bifreiðar sínar út af vegum í umdæminu og nokkrar bílveltur hafa komið inn á borð lögreglu. Alvarleg slys hafa þó ekki orðið á fólki.
Lögregla beinir þeim tilmælum til fólks að stilla ökuhraða í hóf og huga að dekkjabúnaði bifreiða. Mikið slabb er á vegum og skyggni oft lélegt.