-5.2 C
Selfoss

Viðhorf fólks til hjólreiða kannað

Vinsælast

Á heimasíðum sveitarfélaganna Árborgar og Ölfuss er nú könnun á viðhorfi fólks til hjólreiða. Könnunin er liður í lokaverkefni Angelíu Róbertsdóttur, nemanda í Ferðamálabrú Háskólafélags Suðurlands, og tengist hjólreiðastígum í Ölfusi, Árborg og Hveragerði. Lokaverkefnið er könnun sem veitir innsýn í viðhorf fólks til hjólreiðastíga og hvetjum við sem flesta til þess að taka þátt.

Könnunin tekur á viðhorfi fólks til hjólreiða og hjólastíga á þessu svæði, hver notkunin er og í hvaða tilgangi. Angelína segir að könnunin sé stutt en myndi gefa sér ágæta innsýn í viðfangsefnið og að niðurstöðurnar muni hjálpa til við tillögur um forgangsröðun uppbyggingar hjólreiðastíga.

Hér má finna könnunina

Nýjar fréttir