-5.2 C
Selfoss

Rætt um rekstur Félagslundar í sveitarstjórn

Vinsælast

Á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps sem haldinn var 8. febrúar sl. voru lögð fram gögn úr bókhaldi sem sýna rekstur Félagslundar síðastliðin 4 ár. Þar kemur fram að Flóahreppur hefur að meðaltali greitt 4,6 milljónir á ári með húsinu á þessu tímabili. Viðhald hefur verið í lágmarki og fyrir liggur að skipta þarf um gólfefni í sal og fara þarf í viðgerðir á múr utanhúss ásamt málningu.

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum 12. október 2016 tillögu um að skoðað yrði að setja félagsheimilið í söluferli. Á fundinum 8. febrúar sl. var sveitarstjóra falið að senda formlegt erindi til Kvenfélags Gaulverjabæjarhrepps til þess að kynna sjónarmið Flóahrepps í málinu. Einnig var ákveðið var að loka bókunarvef frá og með 1. nóvember 2017.

Nýjar fréttir