-0.5 C
Selfoss

Sigrún Birna kosin stallari í ML að Laugarvatni

Vinsælast

Nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni kusu í gær til nýrrar stjórnar nemendafélagsins Mímis. Kosningarnar voru talsvert seinna en hefðin segir til um. Á heimasíðu skólans segir að nú séu þeir tímar að hefðir taki breytingum. Það sé vegna þess að námstími í skólanum hefur verið styttur úr fjórum árum í þrjú. Fyrirhugað er að stjórnarskipti í nemendafélaginu verði framvegis allmiklu síðar en verið hefur og að þessu sinni var tekið fyrsta skerfið á þeirri braut.

Nýja stjórn Mímis skipa þessi:
Stallari: Sigrún Birna Pétursdóttir Einarsson 3F
Varastallari: Ingibjörg Andrea Jóhannsdóttir 2N
Gjaldkeri: Agnes Jóhannsdóttir 2N
Jafnréttis- og skólafulltrúar: Alexander Vigfússon 3F og Sunneva Björk Helgadóttir 3F
Skemmtinefnd: Gunnar Karl Gunnarsson 2F og Rúnar Ísak Björgvinsson 2N
Íþróttaformenn: Gissur Gunnarsson 1F og Halldór Fjalar Helgason 1N
Árshátíðarformenn: Bjarnveig Björk Birkisdóttir 2N og Sigurður Anton Pétursson 2N
Tómstundarformaður: Þórarinn Guðni Helgason 2F
Ritnefnarformaður: Írena Stefánsdóttir 2N
Vef- og markaðsfulltrúi: Egill Hermannsson 1N

Nýjar fréttir