Nokkuð hefur verið um að vera hjá Ungmennafélaginu Kötlu í Vík upp á síðkastið. Í byrjun febrúar voru Birna Sólveig Kristófersdóttir og Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir valdar í úrvalshóp Frjálsíþróttasambands Íslands. Úrvalshópur FRÍ er hópur sem telur um 80 ungmenni af landinu sem standa sig vel í frjálsíþróttum. Æfir hópurinn saman nokkrum sinnum á ári og tekur þátt í fyrirlestrum, kynningum á erlendum mótum o.þ.h. Ungmennafélagið Katla er ákaflega stollt af Birnu og Sigríði og er þetta gríðarleg viðurkenning fyrir frjálsíþróttastarf félagsins.
Um liðna helgi fór fram Stórmót ÍR í Laugardalshöllinni og mættu þar fimm keppendur frá Umf. Kötlu en þau kepptu undir merkjum USVS. Keppendur stóðu sig vel, en ekki síður foreldrar, sem studdu vel við bakið á keppendum á fyrsta keppnisdeginum, en þjálfari komst því miður bara seinni daginn.