3.9 C
Selfoss
Home Fréttir Daði Steinn nýr formaður Framsóknar í Hveragerði

Daði Steinn nýr formaður Framsóknar í Hveragerði

0
Daði Steinn nýr formaður Framsóknar í Hveragerði
Daði Steinn Arnarson nýr formaður Framsóknarfélags Hveragerðis.

Aðalfundur Framsóknarfélags Hveragerðis var haldinn á Hótel Örk í liðinni viku. Fyrir fundinum lágu venjubundinn aðalstörf auk kosningar stjórnar. Guðmundur Guðmundsson fráfarandi formaður fór yfir starf félagsins á liðnu ári og lagði fram reikninga félagsins. Að því loknu var gengið til kosninga í fimm manna stjórn og voru eftirtalin kosin: Formaður Daði Steinn Arnarsson, gjaldkeri Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir, ritari Svavar Kristinsson, meðstjórnendur Guðmundur Guðmundsson og Margrét Rúnarsdóttir. Að lokinni kosningu fór Garðar Rúnar Árnason yfir helstu mál sem hafa verið á borði bæjarstjórnar síðastliðið ár. Í lok fundar var Guðmundi Guðmundssyni þökkuð vel unnin störf eftir að hafa setið sem formaður undanfarinn áratug. Fundarstjóri var Garðar Rúnar Árnason.