-5.5 C
Selfoss

Vinsæla lifrarbuffið

Vinsæla lifrarbuffið
Kristín Ólafsdóttir er sunnlenskur matgæðingur.

Takk fyrir, Einar Gunnar, en ég held að hann hafi verið að grínast smá með því að skora á mig. Þegar hann og frændi hans voru hér sem vinnumenn, voru þeir svo langir og mjóir að bróðir minn spurði mig hvort að ég gefi þeim eingöngu hrísgrjón og spaghettí að borða. En hér kemur uppskrift af lifrarbuffi sem hefur verið vinsælt hér á bæ í gegnum tíðina.

½ kg nautalifur
½ kg hráar kartöflur
1 egg
½ bolli mjólk
1 bolli hveiti
1 stk. laukur
2-3 tsk. salt
1 tsk. pipar
1 tsk. engifer

Lifrin, kartöflurnar og laukurinn hakkað. Öllu hinu bætt útí og steikt eins og lummur. Gott með laukfeiti og soðnum kartöflum.

Ég skora á Guðjón Helga Ólafsson að birta góðmeti.