3.9 C
Selfoss

Nemendur og foreldrar lásu saman í skólanum

Vinsælast

Nemendur yngra stigs Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri tóku foreldrana með sér í skólann í morgunsárið í gær og buðu þeim upp á allskyns lestur. Bæði lásu nemendur og foreldrar saman, foreldrar fyrir nemendur og öfugt.

Fjöldi foreldra mætti eða á fimmta tug foreldra og forráðamanna. Hafdís bókasafnsfræðingur á skólabókasafninu átti hugmyndina að þessum skemmtilega viðburði. Þessa dagana taka nemendur og starfsmenn skólans þátt í landsleiknum Allir lesa og er yngsta stigið sem stendur í fyrsta sæti í sínum flokki og miðstigið í öðru sæti í sínum flokki. Yndisleg stemning skapaðist í skólanum og nokkuð ljóst að svona viðburðir eru komnir til að vera í skólastarfi Barnaskólans.

Nýjar fréttir