Friðheimar í Reykholti urðu í síðustu viku þess heiðurs aðnjótandi að vera valin í hóp 100 frumlegustu (innovative) tómatræktenda í heiminum og fórum rekstraraðilar til Berlínar í tilefni þess á „Tomato Inspiration Event“. Það var að lokum hið hollenska Greenco sem hlaut 1. sætið. Friðheimar vorum meðal topp tíu, en fimm fyrirtæki voru sérstaklega heiðruð.
Á facebook-síðu Friðheima segir: „Þetta er okkur hvatning til að gera enn betur og láta gott af okkur leiða.“
Friðheimar eru í Reykholti í Bláskógabyggð, staðsett á Gullna hringnum um 90 km frá Reykjavík og aðeins 18 km frá Geysi. Í Friðheimum er heilsársræktun á tómötum, hrossarækt, hestasýningar, gróður- og hesthúsaheimsóknir, veitingastaður og heimili.