5 C
Selfoss

Samningur undirritaður við Íþróttafélagið Dímon

Vinsælast

Íþróttafélagið Dímon og Sveitarfélagið Rangárþing eystra undirrituðu í dag samstarfssamning. Er honum ætlað að efla samstarf milli sveitarstjórnar Rangárþings eystra og Íþróttafélagsins Dímonar og tryggja öflugt íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarf fyrir börn og unglinga í sveitarfélaginu.

Samningurinn felur í sér styrk frá Rangárþingi eystra til Dímonar að fjárhæð 3,9 milljónir króna árin 2017, 2018 og 2019, tengt neysluvísitölu, og skal styrknum varið til eflingar barna- og unglingastarfs í sveitarfélaginu. Félagið fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ í árslok 2016.

Í samningnum kemur m.a. fram að félagið skuli hafa þjálfara sem launþega frá og með 1. september 2015. Einnig skal það nota hluta af styrknum til átaks til að auka gæði starfsins, ná fleiri börnum og unglingum til þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi og þá sérstaklega börnum og unglingum á aldrinum 6–16 ára. Stjórn Íþróttafélagsins Dímonar útdeilir styrknum til deilda innan félagsins með tilliti til umfangs barna- og unglingastarfs deildanna.

Nýjar fréttir