-10.3 C
Selfoss

Góð byrjun dugði ekki til

Vinsælast

Selfyssingar mættu Haukum í 8-liða úrslitum Coca Cola bikars karla í handknattleik á Ásvöllum í Hafnarfirði í gærkvöldi. Í boði var sæti í „Final four“ eða fjögurra liða úrslitahelginni í Höllinni.

Selfyssingar byrjuð leikinn af miklum krafti og komust m.a. í 2:8. Virkilega gaman var að sjá til strákanna sem skoruðu hvert gullmarkið á fætur öðru. Haukar náðu síðan smátt og smátt að vinna sig inn í leikinn. Þegar um 10 mínútur voru eftir af hálfleiknum var staðan 7:12. Selfoss gerði á lokakafla hálfleiksins nokkuð af mistökum. Haukar gengu á lagið og náðu að minnka muninn í 14:15 þegar flautað var til hálfleiks.

Haukar byrjuðu síðari hálfleikinn betur og náðu fljótt forustunni. Þeir náðu að þétta vörnina þegar leið á leikinn og eins áttu skyttur Selfoss erfitt með að koma boltanum framhjá vörn og markverði Hauka. Á sama tíma áttu Haukar greiðari leið að marki Selfoss. Selfoss elti og náði að jafna í 19:19 þegar 10 mínútur voru liðnar. Þá náðu Haukar að bæta í og eftir það voru þeir yfir það sem eftir lifði leiks. Lokatölur urðu 31:28.

Mörk Selfoss skoruðu: Elvar Örn 10, Teitur Örn 6/5, Guðni 4, Alexander Már 3, Hergeir 2, Einar 2 og Sverrir 1. Einar Ólafur varði 6 skot (31%) og Helgi 5 (21%).
Hjá Haukum skoruðu: Daníel Þór 9, Ivocovic 6, Guðmundur Árni 5/1, Jón Þorbjörn 3, Adam Haukur 3, Einar Pétur 2, Giedrius 1, Heimir Óli 1 og Elías Már 1. Giedrius Morkunas varði 20 skot (43%).

Nýjar fréttir