-5.5 C
Selfoss
Home Fréttir Postularnir styrktu Neistann

Postularnir styrktu Neistann

0
Postularnir styrktu Neistann
Valur Stefánsson tekur við styrk fyrir hönd Neistans. Á myndinni eru auk hans Kristján Þorsteinsson, formaður Postula, Ólafur Björnsson gjaldkeri, Steinþór J. Einarsson ritari, Elín Lóa Kristjánsdóttir og Jón Gunnarsson meðstjórnendur.

Þann 31. janúar síðastliðinn afhentu Bifhjólasamtökin Postularnir Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna, veglegan styrk. Valur Stefánsson, fyrrum formaður Neistans og búsettur á svæðinu, veitti styrknum viðtöku fyrir hönd félagsins.

Postularnir hafa frá stofnun verið ötul samtök í að láta gott af sér leiða með ýmsum hætti. Fyrir jólin tókum þeir þátt í jólagjafasöfnun og nú var ákveðið að styrkja Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna.

Í tilkynningu frá Postullunum segir að það sé þeim sönn ánægja að styrkja þetta flotta félag sem vinnur svo gott starf fyrir einstaklinga sem virkilega þurfa stuðning. Jafnframt að þessi framlög Bifhjólasamtaka Suðurlands væru ekki til nema með aðkomu fjölda fyrirtækja sem hafa hjálpað samtökunum í gegnum tíðina og séu þau þeim ávallt þakklát fyrir.