-7.8 C
Selfoss

Laun stjórnar og nefnda SASS hækka ekki í samræmi við úrskurð kjararáðs

Vinsælast

Á stjórnarfundi SASS sem haldinn var 3. febrúar sl. lagði Gunnar Þorgeirsson formaður til við stjórn að þóknanir sem SASS greiðir til stjórnar, fulltrúa í ráðum og nefndum á vegum samtakanna skuli áfram taka mið af þingfarakaupi. Þó verði horfið frá 44% hækkun kjararáðs frá 29. október sl. Þess í stað skuli laun framangreindra hópa hækka um 1,8% sem jafngildir breytingu á launavísitölu frá júlí til loka desember 2016.

Til að ná framangreindu fram þarf að lækka núverandi hlutfall launa af þingfarakaupi, eins og það var samþykkt á liðnu ársþingi. Hlutfallið breytist með eftirfarandi hætti; 3% lækkar í 2,1%, 4% lækkar í 2,8%, 4,5% lækkar í 3,2% og 10% lækkar í 7,3%. Framvegis skal við útreikninga á þóknun miða við framangreint.

Stjórn samþykkti framangreint og vísaði þessu til staðfestingar aðalfundar samtakanna.

Nýjar fréttir