3.9 C
Selfoss

Unnið að nýju glæsilegu fjósi á Hurðarbaki

Vinsælast

Á Hurðarbaki í Flóahreppi, skammt austan Selfoss, er nú verið að leggja lokahönd á stórglæsilegt nýtt fjós. Eftir mikla yfirlegu ákváðu bændurnir Reynir Þór Jónsson og Fanney Ólafsdóttir að velja allan mjaltabúnað og fleira frá LELY. Í nýja fjósinu er LELY A4 mjaltaþjónn, LELY flórgoði, 5000 lítra LELY mjólkurtankur, LELY Cosmix kjarnfóðurbás og LELY luna kúabursti. Einnig er lýsingin í fjósinu frá LELY af gerðinni L4C og allar básamotturnar sem þykja sérlega góðar fyrir kýrnar. Þetta kemur fram á facebook síðu VB landbúnaðar.

Stefnt er að því að gangsetja nýja fjósið á næstu vikum. Reynir og Fanney verða síðan með „opið fjós“ innan skamms til að sýna herlegheitin. Það verður nánar auglýst síðar.

LELY mjaltaþjóna samfélagið á Íslandi telur nú 92 bæi og fer þeim hratt fjölgandi á þessu ári, segir á síðunni.

Nýjar fréttir