3.9 C
Selfoss

Þeir virðast fanga andann og vilja heyra sögurnar

Vinsælast

Ég byrjaði 2006 að suða í Dísu og eins Tobba að fá að vera með veitingarekstur hérna. Þau voru ekki alveg tilbúin að láta húsið þá. Það var svo í byrjun árs 2013 sem að við fórum á fullt í þetta. Þá loksins gáfu þau sig, sem ég held bara að hafi verið mjög gott. Húsið var klárað í snatri og græjað fyrir sumarið. Við opnuðum svo veitingareksturinn 4. júlí 2013.

Fyrsta árið var náttúrulega mjög erfitt eins og er yfirleitt í þessum veitingarekstri þar sem þarf að venja fólk á að koma og allt þetta. Síðan er bara búinn að vera blómlegur rekstur.

Í dag á virkum degi eru um 90% gesta okkar útlendingar, mestmegnis erlendir ferðamenn. Það skemmtilega við það er að þeir kunna mjög vel að meta stemninguna hér í húsinu. Þeir virðast alveg fanga andann og vilja heyra sögur sem er mjög gaman. Saga hússins og staðarins fellur þannig algjörlega inn í reksturinn.

Það er náttúrulega búinn að vera hér veitingarekstur frá því um þar síðustu aldamót um 1900. Þá var fyrst farið að selja veitingar hérna. Það er mjög merkilegt á Íslandi. Það er svolítið punkturinn yfir i-ið að fá þessar myndir inn í salinn loksins til baka. Húsið er þannig að mestu komið í upprunalega mynd. Salurinn verður svolítið konunglegur með svona risastórum málverkum.

Salurinn er notaður bæði fyrir útlendingahópa þ.e. erlenda ferðamenn sem ferðast með rútum og eins líka bara fermingarveislur og afmælisveislur. Hann er líka mjög vinsæll sem funda- og ráðstefnusalur og alltaf að verða vinsælli í því.

Nýjar fréttir