3.9 C
Selfoss

Líkfundur við Heiðarveg á Selfossi

Vinsælast

Lögreglan á Suðurlandi fékk í dag kl. 14:22 tilkynningu um að maður hafi fundist látinn á auðri lóð við Heiðarveg á Selfossi. Lögregla er við störf á staðnum og hefur vettvangi verið lokað á meðan svo er. Líkið er talið vera af erlendum aðila búsettum á Selfossi.

Vettvangur verður rannsakaður með aðstoð tæknideildar lögreglu eins og venja er þegar lík eða líkamsleifar finnast á víðavangi. Ljóst er að dánarorsök mun ekki liggja fyrir fyrr en að aflokinni krufningu. Á facebook-síðu lögreglunnar kemur fram að frekari upplýsingar verði ekki veittar um málið að sinni.

Nýjar fréttir