3.9 C
Selfoss

Flottir strákar í 8. bekk Grunnskólans á Hellu

Vinsælast

Mikil íþróttaiðkun er á meðal barna á Hellu. Þar eru stundaðar hinar ýmsu íþróttagreinar og hefur náðst mjög góður árangur á landsvísu. Hér á myndinni eru þrír strákar sem allir eru í 8. bekk Grunnskólans. Þeir keppa þeir undir merkjum Umf. Heklu og eru allir  slandsmeistarar í sínum greinum. Þorgils Gunnarsson er Íslandsmeistari í einliða leik í borðtennis 12–13 ára og í tvíliðaleik í 13 ára og yngri. Aron Birkir Guðmundsson er Íslandsmeistari í tvíliðaleik í borðtennis 13 ára og yngri. Sindri Freyr Seim Sigurðsson er margfaldur Íslandsmeistari í frjálsum íþróttum og Íslandsmethafi í 400m í flokki 12 ára. Einnig hefur hann sett fjöldann allan af HSK metum.

Nýjar fréttir