-6.6 C
Selfoss

Blúnduhálstau

Blúnduhálstau

Hvað er fínlegra og dömulegra en blúnda um háls? Til eru óteljandi afbrigði af hekluðum dúllum sem oft eru settar saman til að úr verði stærri flötur. Með dúllum má hekla nánast
hvað sem er en hér er gerður trefill eða herðaslá sem nota má við ýmis tækifæri.

Þegar flík þarf ekki að passa samkvæmt málum má vinna úr hvaða garni sem er, allt eftir því hvernig áferð er sóst eftir. Hér eru treflarnir sýndir úr tveimur ólíkum garntegundum frá CeWeC, dönsku fyrirtæki sem við flytjum inn margar frábærar garntegundir frá

Pastel bleikur úr Bamboo Jazz sem er silkimjúkt garn úr bómull og bambus til helminga. 3 dokkur og heklunál no 4. Mislitt úr Trinidad superwash en það er 75 % ull og er til í mörgum frábærum litbrigðum. 3 dokkur og heklunál no 4. Fyrst eru heklaðar 6 ll sem festar eru saman í hring með kl. Í lok hverrar umferðar er alltaf tengt við fyrstu lykkjuna
með kl. Hver dúlla er þrjár umferðir.

Fyrsta umferð er hekluð utanum loftlykkjuhringinn og endann til að þurfa ekki að ganga frá honum seinna. 3tst saman og 5 ll alls 8 sinnum.

Önnur umferð er fl í bogana og 6 ll á milli. Byrjað er á að gera 3 kl í ll í fyrsta boganum.

Í þriðju umferð (nema í fyrstu dúllunni) er heklað í fyrri dúllu/dúllur eins og sést á myndinni. Við tenginguna eru heklaðar fl í gegnum bogann á hornunum þegar þar er tengt í fyrsta sinn en annars í síðustu fl sem tengt var með og þess þá gætt að fara alltaf í gegnum tvo þræði svo tengingin verði sterk (sjá F1). Einnig er tengt á milli takkanna (sjá F2). Þegar hæfilega margar dúllur eru komnar miðað við óskaða lengd og breidd (hér 2 x 10) er heklaður kantur utanum. Byrjun, sjá KB á teikningu. Kanturinn er gerður í fimm umferðum, sú fyrsta með fl og svo 5 ll á milli.

Í síðustu umferðinni eru tvær stærðir af tökkum og eru þeir merktir S og L. Gangið frá endunum, skolið úr volgu sápuvatni og leggið til þerris.

Hönnun: Alda Sigurðardóttir