-7 C
Selfoss

Selfossstelpur komust í úrslitakeppnina

Vinsælast

Selfoss vann í gærkvöldi frækinn sigur á Gróttu í 8-liða úrslitum í Coca Cola bikarkeppni kvenna í handbolta. Með sigrinum varð Selfoss fyrsta liðið til að tryggja sér sæði í 4-liða úrslitum eða „Final four“ sem fram fer í Laugardalshöllinni 23. og 25. febrúar nk. Hinir þrír leikirnir fara fram í kvöld.

Leikurinn var sýndur beint í Sjónvarpinu í gærkvöldi og var hin besta skemmtun. Jafnræði var með liðunum lengst af þó Selfoss væri aðeins á undan í síðari hálfleik. Staðan í hálfleik var 12:12. Lokatölur urðu 20:21 eftir æsispennandi lokamínútur. Grótta fékk tækifæri til að jafna og komast í framlengingu er liðið fékk vítakast á lokamínútunni. Skotið geigaði og Selfoss komst áfram.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir Selfossi og Þórey Anna Ásgeirsdóttir Gróttu voru lang markahæstar með 11 mörk hvor. Hjá liði Selfoss skoraði Dijana Radojevic 3 mörk, Kristrún Steinþórsdóttir og Arna Kristín Einarsdóttir 2 mörk hvor og Perla Ruth Albertsdóttir, Adina Maria Ghidoarca og Carmen Palamariu 1 mark hver. Hjá Gróttu skoruðu Laufey Ásta Guðmundsdóttir, Sunna María Einarsdóttir og Lovísa Thompson 2 mörk hver og Emma Havin Sardarsdóttir, Unnur Ómarsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1 mark hver.

Nýjar fréttir