-0.5 C
Selfoss

Þjónustusamningur gerður við Íþróttafélagið Hamar

Vinsælast

Í síðustu viku var undirritaður samningur á milli Íþróttafélagsins Hamars og Hveragerðisbæjar. Samningurinn gildir út árið 2018 en í honum er kveðið á um gagnkvæmar skyldur aðila á tímabilinu.

Með samningnum fær íþróttafélagið 22,6 m. kr. á tímabilinu frá Hveragerðisbæ þ.e. 2016, 2017 og 2018. Auk þess fær íþróttafélagið íþróttamannvirki bæjarins til endurgjaldslausra afnota og er sá styrkur metinn á 83,5 mkr.

Í samningunum kemur fram að um sé að ræða rekstrarstyrki til barna- og ungmennastarfs, framlag vegna meistaraflokka, fjárveitingu í ferða- og tækjasjóð og rekstrarstyrk vegna íþróttasvæða.

Nýjar fréttir