-8.9 C
Selfoss
Home Fastir liðir Sunnlenski matgæðingurinn Nautalund með engifer og hvítlauk

Nautalund með engifer og hvítlauk

Nautalund með engifer og hvítlauk
Einar Gunnar Sigurðsson er sunnlenskur matgæðingur.

Takk Leifur fyrir að muna eftir mér! Tek áskoruninni og ætla að segja ykkur frá nautalund sem ég elda stundum – tekur enga stund og hefur vakið lukku.

Nautalund með engifer og hvítlauk

Lögur & sósa
Byrjum á þessu og sláum tvær flugur í einu höggi, þetta er bæði lögur til að leggja kjötið í fyrir eldun og eins sem sósa borin á borð.

2 flöskur Kikkoman sweet soy sauce
3/4 hlutar út bolla, rifinn engifer
1/4 hluti úr bolla, rifinn hvítlaukur
1/2 tsk agave sýróp

Nautalund
Tek nautalundina og hreinsa hana vel af sinum og óæskilegri fitu og legg í um helminginn af leginum hér að ofan. Það er gott að gera þetta daginn áður en maður kemst upp með 3-4 tíma. Síðan hita ég grillið í botn og brúna/loka lundinni, þetta tekur bara svona 2 mínútur. Hita ofninn í 200°C og skelli kjötinu inn í 10-12 mín, tek út og læt jafna sig í 5 mín. Sker svo kjötið í þunnar sneiðar og legg ofan á spinat.

Sætkartöflustappa
Sætar kartöflur bakaðar í ofni þar til mjúkar. Því næst eru þær hrærðar saman með dass af smjöri. Maldon salt eftir smekk. Dreifa Pekan hnetum yfir í lokin.

Ég skora á konu sem gaf mér gott að borða í 3 sumur í Gaulverjabæ, Kristínu Ólafsdóttur.