-0.5 C
Selfoss

Heilsudagar á Klaustri

Vinsælast

Þessa dagana standa yfir Heilsudagar á Klaustri. Markmið heiludaga er að hvetja íbúa til vitundarvakningar um heilbrigðan lífsstíl. Á heilsudögum sem hófust 5. febrúar og standa til 12. febrúar er eitthvað fyrir alla og þátttaka kostar ekkert.

Opnir tímar eru í íþróttahúsinu á Klaustri eru sem hér segir:
Göngu- og skokkhópur: Mánud.-miðvikud.-föstud. kl. 12:00.
Karlabolti: Þriðjud. kl. 21:30.
Kvennablak: Þriðjud. kl. 19:30.
Fitness fyrir konur 14 ára og eldri: Fimmtud. kl. 20:00–21:00.

Þriðjudaginn 7. febrúar verður sundkennsla fyrir fullorðna kl. 18:00.
Miðvikudaginn 8. febrúar varða heilsufarsmælingar á heilsugæslu kl. 10:00–12:00.
Fimmtudaginn 9. febrúar verður klifurveggur vígður í íþróttahúsinu kl. 14:00 og kl. 20:00 verður hlauparáðgjöf í íþróttahúsinu.
Föstudaginn 10. febrúar verður boðið upp á ráðgjöf einkaþjálfara. Skráning er á facebook eða auja@gmail.com.
Laugardaginn 11. febrúar verður körfuboltafjör kl. 13:00 og stöðvaþjálfun kl. 16:00.

Hægt er að fylgjast með viðburðum á facebook síðunni
Heilsudagar á Klaustri

Heilsudagar á Klaustri byrjaði sem hvatningarverkefni þar sem stefnt var að því að íbúar Skaftárhrepps væru virkjaðir til hreyfingar og að hugsa um heilsuna allt árið um kring. Langtímamarkmiðið er að koma á heilsueflandi samfélagi og að íbúar séu meðvitaðir um mikilvægi næringarríkrar og fjölbreyttrar fæðu og gildi hreyfingar.

Heilsudagar á Klaustri eru haldnir í fyrsta skipti núna í byrjun febrúar 2017 og er ný og hressandi hátíð sem vonandi er komin til að vera árlega í Skaftárhreppi.

Nýjar fréttir