3.9 C
Selfoss

Tryggvaskáli í endurnýjun lífdaga

Vinsælast

Tuttugu ár eru síðan undirbúningur að varðveislu og endurgerð Tryggvaskála hófst. Margir hafa komið að því verki, iðnaðarmenn, hönnuðir, áhugamenn og fleiri. Farið var að nýta húsið eftir því sem kostur var meðan á endurbótunum stóð og því erfitt að tímasetja einhvers konar upphaf að endurgerð lokinni. Ákveðin tímamót urðu þó þegar allt húsið var leigt út til veitingastarfsemi um mitt ár 2013. Einu verki var þó ólokið en það var koma veitingasalnum í það horf sem hann var lengst af með uppsetningu stórra málverka eftir Matthías Sigfússon sem prýddu salinn frá árinu 1947.

Nú hafa eigendur málverkanna afhent Skálafélaginu málverkin til varðveislu og munu þau nú prýða veggi salarins að nýju og má segja að með táknrænum hætti hafi lokahönd verið lögð á verkið.

Af þessu tilefni  verður opið hús í Tryggvaskála sunnudaginn 5. febrúar nk. kl. 16.00–18.00. Þar gefst fólki kostur á að sjá og endurnýja kynni sín við málverkin sem hengd hafa verið upp hvert á „sínum“ stað. Jafnframt gefst gestum kostur á að skoða húsið. Félagar í Skálafélaginu verða á staðnum og veita upplýsingar ef óskað er eftir.

Nýjar fréttir