-5 C
Selfoss

Norðurvararbryggja í Þorlákshöfn sprengd

Vinsælast

Í síðustu viku var ysta karið á Norðurvarar­bryggju í Þorlákshöfn sprengt. Notast var við 100 kg af dínamíti og fannst sprengingin vel í þorp­inu. Þetta er liður í umbótum á höfninni sem eru í gangi en verið er að dýpka höfnina og fjarlægja Norðurvararbryggju, oft nefnt L-ið.

Umbæturnar munu gera stærri skipum og ferjum kleift að sigla inn í höfnina og snúa innan henn­ar en snúningsradíusinn verð­ur um 230 m. Smyril Line Cargo hefja viku­legar sigl­ingar milli Þorlákshafn­ar og Rotter­dam í vor og það skip er tæplega 140 m langt og 20 m breitt.

Nýjar fréttir