3.9 C
Selfoss

Þjótandi á Hellu fær tvær nýjar vélar

Vinsælast

Þjótandi ehf. á Hellu fékk afhentar tvær nýjar vélar á dögunum. Þar er um að ræða Komatsu PC240LC-11 og Dynapac CA3500D valtari. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Kraftvéla.

Komatsu vélin er sérlega glæsileg, en hún er um 26 tonn á 800 mm spyrnum. Vélin er einnig með tveimur glussalögnum, auka vinnuljósum að framan og aftan og myndavélakerfi með myndavélum bæði á hlið og að aftan. Fullar rúlluvarnir eru á undirvagni og því um fullbúna vél að ræða.

Dynapac CA3500D valtarinn er jarðvegsvaltari, vel útbúin vél, ein sú síðasta sem kom af bandinu hjá Dynapack án adblue kerfis. Valtarinn er 12 tonn að þyngd, útbúinn þjöppumæli, spólvörn með tromlu upp á 1520mm í þvermál og comfort húsi. Sannarlega glæsileg vél í alla staði.

Nýjar fréttir