-6.1 C
Selfoss

Gáfu

Vinsælast

Kvenfélögin í Flóahreppi gáfu í desember Frístundaklúbbnum Kotinu Samsung 55″ smart TV sjónvarp og Nintendo WII U leikjatölvu að heildarupphæð 156.900 kr. Gjöfin er hluti af afrakstri af basar sem kvenfélögin héldu í Þingborg 5. nóvember sl.

Guðrún Elísa Gunnarsdóttir formaður kvenfélags Gaulverjabæjarhrepps, Ingibjörg Einarsdóttir formaður kvenfélags Hraungerðishrepps, Sólveig Þórðardóttir formaður kvenfélags Villingaholtshrepps afhendtu Eiríki Sigmarssyni gjafabréfið.

Frístundaklúbburinn Kotið sem hóf starfsemi 1. september 2011 er ætlaður fyrir grunnskólanemendur í 5.–10. bekk sem eru með fatlanir. Meginmarkmið klúbbsins er að efla og styrkja félagsleg tengsl og er það gert á meðal jafningja. Einnig að efla félagslegan þroska þátttakenda og stuðla að alhliða þroska og heilbrigði, að hafa góða samvinnu milli starfsfólks og foreldra, að mæta þátttakendum á þeirra grundvelli og veita þeim þjónustu við hæfi.

Nýjar fréttir