-3.1 C
Selfoss

Grilluð lambafille

Grilluð lambafille
Leifur Örn Leifsson.
Leifur Örn Leifsson
Leifur Örn Leifsson.

Leifur Örn Leifsson er matgæðingur vikunnar.

Ég vil byrja á því að þakka Ólafi fyrir áskorunina og skorast ekki undan því. Á mínu heimili kem ég afskaplega lítið að eldavélinni þar sem hún Unnur mín er mun færari en ég á því sviði, ég sé þó oftast um grillið.

Ég gerði um daginn lambafille sem vakti nokkra lukku og ætla að deila því með lesendum.

 

Grilluð lambafille

Kryddlögur
1 tsk. salt
1 tsk. pipar
1 tsk. Sítrónupipar
Limebörkur af einu lime
Ólífuolía

Ég ríf limebörk ofan í skál og skelli kryddinu með og blanda ólífuolíunni ofan í. Síðan pensla ég kryddleginum á kjötið. Best að láta löginn standa í smástund á kjötinu áður en ég set það á grillið. Ég grilla bara þangað til kjötið er tilbúið enda tíminn afstæður, sjálfur vil ég hafa mitt kjöt lítið grillað.

Sósa:
Það er alger snilld að vera með Bearnaise-sósu og þær sem fást tilbúnar í búð eru margar merkilega góðar en heimagerð er lang best.

Bearnaise-sósa:
4 eggjarauður
250 gr. smjör brætt
1 msk. Bearnaise essence
Fáfnisgras (franskt estragon) saxað smátt
Klípa af kjötkrafti
Salt og pipar

Kartöflur:
Íslenskar kartöflur, magnið er bara slatti.
½ stk laukur
3 hvítlauksrif
2 tsk. maldon salt
Smá pipar

Öllu skellt í eldfast mót og eldað í ca. 1 klst.

Salat:
Það er stórlega ofmetið og ef ég er að elda sjálfur þá sleppi ég því lang oftast.

Ég skora á Einar Gunnar Sigurðsson mág minn að deila með lesendum einhverri snilldar uppskrift úr eigin safni. Ég hef ekki ennþá orðið svekktur með það sem hann hefur boðið mér upp á.