1.7 C
Selfoss

Nýr Kínaáfangi í FSu á vorönn

Vinsælast

Við upphaf vorannar í Fjölbrautaskóla Suðurlands var boðið upp á nýjan áfanga um Kína þar sem lögð er áhersla á grunninn í mandarín og yfirlit yfir sögu Kína. Fjöldi nemenda valdi þennan áfanga og eru tveir hópar í honum. Leitast verður við að skoða Kína frá víðu sjónarhorni, en staldra við á mikilvægum augnablikum í sögunni. Einnig munu nemendur kynnast menningu Kína og læra grunninn í mandarín, sem er hið opinbera tungumál í Kína. Ingunn Helgadóttir sér um kínverskukennslu og Tómas Davíð Ibsen Tómasson kennir sögu Kína.

Nýjar fréttir