1.7 C
Selfoss

Ný meðferðarstofa opnuð í Hveragerði

Vinsælast

Hjónin Bjarni Þór Þórarinsson, ráðgjafi og þerapisti, og konan hans Hildur Vera Sæmundsdóttir, NLP markþjálfi og dáleiðusluþerapisti, hafa opnað meðferðarstofu fyrir einstaklinga, pör og grúppur í Hveragerði.

Bjarni býður upp á hlýlega aðstöðu þar sem einkaviðtöl fara fram og grúppurými þar sem allt að 10 manns geta setið. Aðstaðan er falleg og ekkert lík stofnunum sem fólk er oft vant.

Bjarni var spurður hvað hafi fengið hann til að vilja verða ráðgjafi og þerapisti?

„Áhugi minn á sálar- og tilfinningalífi mínu og annarra byrjaði eftir að ég fór í meðferð við alkohólisma 1984. Ég var 27 ára og hef verið edrú síðan, og mjög hamingjusamur með það í 34 ár núna. Á þeim tíma var mjög lítil vitneskja og áhugi á Íslandi hvað það er að vera tilfinningavera en mikið að gerast víða annars staðar eins og í Bandaríkjunum og í Bretlandi. Það voru haldin námskeið á þessum tíma hér með erlendum þerapista sem hét Terry Cooper, en hann rak Psychotherapy center í London sem heitir Spectrum, þar sem ráðgjafar og þerapistar voru mentaðir og þjálfaðir. Ég fór á fjölmörg þessara námskeiða hér á landi, í Bandaríkjunum og í Bretlandi. Ég endaði svo með því að fara til London að læra ráðgjöf og psychotherapy 1996 og 1997. Í lok þess tíma starfaði ég á Charter Nightengale spítalanum í London, sem þerapisti með alkohólista og fólk með annan vanda.

Það var góður tími og ég endaði með að opna vímuefnameðferð á Íslandi fyrir ungmenni með öðrum, vann síðan sem dagsskrárstjóri og þerapisti með fíklana og fjölskyldur þeirra.

Ég hafði á þessum tíma mestan áhuga að hjálpa fíklum og fjölskyldum þeirra en fljótlega óx áhugi minn og áhugasviðið fór að ná til fólks með hin ýmsu tilfinningavandamál og geðraskanir,“ segir Bjarni.

„Ég vil taka það fram hér að það var á ákveðnum tímapunkti sem ég glímdi við alvarlegt þunglyndi, var á þunglyndislyfjum í hálft ár en fékk nóg af þeim og vann mig út úr vandanum með meðferð og tilfinningavinnu. Erfiður og magnaður tími en reynsla mín af þunglyndislyfjunum var ekki góð og er ég glaður að hafa unnið mig frá þeim. Ég lærði gífurlega margt á þessum tíma sem hefur nýst mér vel við að vinna með annað fólk í svipuðum vanda.“

Bjarni var spurður hvar hann og kona hans hafi aðallega starfað áður en þau fluttu til Hveragerðis.

„Við höfum verið með stofu í mörg ár í Reykjavík og ég hef unnið ýmis önnur ráðgjafastörf með, þýtt og gefið út bækur um barna- og fjölskylduvandamal t.d, „Að alast upp aftur, annast börnin okkar, annast okkur sjálf“ og bók um ofdekur „Hvað mikið er nóg”. Ég sá einnig um námskeið fyrir unga foreldra með kollega „Barnið Komið Heim” sem ég lærði í Bandaríkjunum að halda og voru mjög vinsæl. Ég fékk á sínum tíma áhuga á yoga og lærði Hatha yoga en hef ekki notað þá kunnáttu. Konan mín hefur kennt og starfa mikið við það og kennt hugleiðslu með því líka.“

Nýjar fréttir