1.7 C
Selfoss

Gríðarleg lyftistöng fyrir okkur

Vinsælast

Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, segir að nýja eldfjalla- og jarðskjálftasetrið komi til með að hafa gríðarlega mikla þýðingu fyrir sveitarfélagið. „Það skapast atvinna og fyrir utan það þá stoppa fleiri ferðamenn á svæðinu og það eru miklar líkur á því að þeir dvelji lengur. Allt skiptir þetta samfélagið máli. Þetta er gríðarleg lyftistöng fyrir okkur. Svo erum við akkúrat á þeim punkti að hér sést til allra eldstöðva. Eyjafjallajökull er í okkar sveitarfélagi og hann varð nú aldeilis frægur þegar gosið kom. Þessi mikla fjölgun ferðamanna er hugsanlega út af eldgosinu og einnig góðri markaðssetningu eftir það,“ segir Ísólfur Gylfi.

Nýjar fréttir