3.4 C
Selfoss

Ungmennafélagið býður flóttafólk velkomið á Selfoss

Vinsælast

Á fundi aðalstjórnar Ungmennafélags Selfoss sem haldinn var í janúar voru fjölskyldur flóttamanna frá Sýrlandi boðnar velkomnar á Selfoss. Jafnframt var öllum börnum og unglingum í hópnum boðið að æfa endurgjaldslaust hjá félaginu út árið 2017. Með þessu vill félagið leggja sitt af mörkum til þess að fjölskyldurnar nái sterkri fótfestu í okkar góða samfélagi en rannsóknir hafa sýnt fram á að íþróttaiðkun er talin jákvæð leið fyrir ungmenni til að efla andlega vellíðan sína og mynda ný vináttutengsl og er ekki síst mikilvæg fyrir börn innflytjenda.

Nýjar fréttir