-6.1 C
Selfoss

Góður kynningarfundur um starfslok

Vinsælast

Fimmtudaginn 19. janúar sl. var haldinn fundur á Hótel Selfoss sem Íslandsbanki og VÍB stóðu fyrir. Þar var farið yfir helstu mál að snúa að starfslokum fólks. Á meðal þess sem farið var yfir voru ný lög er snúa að Tryggingarstofnun en þau tóku gildi nú um áramót, skattamál, ávöxtun fjármuna, séreignasparnað og ýmislegt fleira sem gott er að hafa í huga þegar kemur að þessum tímamótum í lífi fólks.

Skemmst er frá því að segja að fundurinn var mjög vel sóttur, um 80 manns komu, þrátt fyrir að á sama tíma hafi farið fram landsleikur í handbolta. Greinilegt er að áhugi er fyrir slíkri fræðslu og var góður rómur gerður að þeim sem töluðu á fundinum.

Nýjar fréttir