-5.5 C
Selfoss
Home Fréttir Ný flögg sett upp við skólasvæðið í Þorlákshöfn

Ný flögg sett upp við skólasvæðið í Þorlákshöfn

0
Ný flögg sett upp við skólasvæðið í Þorlákshöfn
Flögg við skólasvæðið í Þorlákshöfn.

Ný flögg sem vekja athygli á skólabörnum voru ný­lega sett upp við skólana og íþrótta­húsið í Þorlákshöfn. Er þetta liður í því að vekja athygli og auka umferðar­öryggi í kring­um skóla­svæðið. Haustið 2015 voru settar þreng­ingar við skólasvæðið og lækkaður há­markshraðinn í 30 km sem hef­ur reynst vel. Með þessum flögg­um er vonast til að ­hraði minnki og öryggi barna sem og fullorðinna aukist.