-4.4 C
Selfoss
Home Fréttir Tryggja þarf umferðaröryggi á Suðurlandi

Tryggja þarf umferðaröryggi á Suðurlandi

0
Tryggja þarf umferðaröryggi á Suðurlandi

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum sem haldinn var í Aratungu 30. desember sl. eftirfarandi ályktun:

„Byggðaráð Bláskógabyggðar vill benda á að umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi er mjög stórt og þar eru jafnframt vinsælustu ferðamannastaðir landsins. Aukin umferð á vegum umdæmisins undanförnum árum er afar mikil, sem hefur því miður leitt til fjölgunar slysa. Byggðaráð Bláskógabyggðar fagnar því að fjárframlög voru aukin við afgreiðslu fjárlaga 2017. Það er afar mikilvægt að fjárframlög til lögreglunnar á Suðurlandi verði aukin og jafnframt að þau verði tryggð í sessi. Byggðaráð Bláskógabyggðar krefst þess að öryggi íbúa umdæmisins og annarra vegfarenda verði tryggt með góðu eftirliti lögreglu sem og með úrbótum og uppbyggingu vegakerfisins sem er afar bágborið eins og dæmin sanna. Nýleg úttekt á vegum og umferðaröryggi á Suðurlandi leiðir okkur í allan sannleik um alvarleika málsins. Við þetta verður ekki unað lengur og þarf ríkisvaldið, sem ber hina lögbundnu skyldu að veita fjármunum til þessara málaflokka, að girða sig í brók og koma hlutunum í viðunandi lag.“