-7.8 C
Selfoss
Home Fréttir Pistlar Mikill hluti af starfinu snerist um að sýna umhyggju

Mikill hluti af starfinu snerist um að sýna umhyggju

Mikill hluti af starfinu snerist um að sýna umhyggju
Gunnhildur Rán Hjaltadóttir.

Ég er fædd og uppalin á Stokkseyri. Kumbaravogur hefur fylgt mér allt mitt líf og eins og Litla-Hraun er tengt við Eyrarbakka er Kumbaravogur tengdur við Stokkseyri. Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar ég kom fyrst inn á Kumbaravog. Ég var ca. 8 ára gömul og var að leika við dóttur eigandans. Ég man hvað mér fannst þetta skrítinn staður og var hálf skelkuð við allt þetta gamla fólk.

Sumarið sem ég varð 17 ára ákvað ég að hætta sem bensín-tittur og sótti um vinnu á Kum-baravogi. Ég vann þar síðan við aðhlynningu og hef ég unnið þar með hléum í ca. 12 ár. Eins og svo margir aðrir hafði ég ákveðnar skoðanir um Kumbara-vog sem voru byggðar á rang-hugmyndum fólks um nafnið Kumbaravog. En eins og t.d. Kleppur er enn að kljást við ákveðna fordóma hafa ákveðnir fordómar fylgt Kumbaravogi. Fordómarnir hljómuðu mikið þannig að þarna kæmi fólk til að klára það litla sem eftir var af þeirra lífi og voru það ekki öfundsverð örlög að lenda inni á Kumbaravogi.

Ég mætti skíthrædd fyrsta vinnudaginn og skellti mér í flottu hvítu vinnufötin. Ég var mjög barnaleg í hugsun, enda bara 17 ára, en ég held ég hafi náð að fela það og virðast þroskaðri en ég var. Mér var hent út í djúpulaugina fyrsta daginn og látin í öll þau verk sem fylgja aðhlynningu. Að-hlynn-ing snýst um meira en bara neðanþvott. Hún snýst um að hjálpa fólki að lifa með reisn, öll viljum við vera klædd á morgn-ana, öll viljum við borða, við viljum vera hrein og vel til höfð. Við viljum fara á klósettið þegar við þurfum þess. Auk þessa alls viljum við að okkur sé sýnd virðing og öll viljum við finna um-hyggju í okkar garð.

Það sló mig þegar ég byrjaði að vinna á Kumbaravogi hvað mikill hluti af starfinu snérist um að sýna umhyggju og á Kum-bara-vogi vantaði ekkert upp á það. Starfsfólkið var frá-bært, allt var gert til þess að láta öllum líða sem best. Ekki var óalgegnt að sjá starfsfólk taka utan um gamla fólkið og faðma það. Uppörvandi og falleg orð voru notuðu og passað var upp að halda upp á siði og venjur allra. Hvernig var konan á herb-ergi 57 vön að greiða á sér hárið? Hver borðaði ekki kjúk-ling? Maðurinn á herbergi 60 vildi aldrei ganga með bindi og margt fleira í þessum dúr var reynt að halda í og virða. Ein kona sem ég man eftir elskaði að borða pylsu með öllu og oft kom það fyrir að ef einhver starfs-maður þurfti að fara í sjoppu bæjarins þá var einni pylsu kippt með fyrir hana og var það nóg til að gera daginn hennar frábæran.

Nú í dag er ég að læra hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri og er reynsla mín frá Kumbaravogi ástæðan fyrir því. Mér sárnar að sjá umræðuna sem á sér stað í dag, ekki af því að hún sé alröng heldur vegna þess að það vantar inn í hana. Jú, eigandinn hefur ekki staðið við það sem hann átti að bæta, en Kumbaravogur er ekki svona hræðilegur staður eins og honum er líst. Húsakynnin eru ekki allt. Flest allt gamla fólkið sem býr á Kumbaravogi vill vera þar, það kýs að vera þar. Það finnur fyrir hlýju og umhyggju frá starfsfólki þrátt fyrir manneklu. Í náminu okkar er mikið talað um að hjúkra með hjartanu og það sé númer eitt í öllu starfi heil-brigðisstarfsfólks og það er svo sannarlega gert á Kumbaravogi.

Ég veit að á Kumbaravogi þarf margt að laga en um-hyggjuna vantar ekki og hún er mun mikilvægari en glæsilegt húsnæði. Yfirvöld eru ekki að sýna gamla fólkinu sem býr á Kumbaravogi virðingu né um-hyggju og það er svo sláandi sárt. Fólkið sem þar býr hefur ekkert gert til þess að verðskulda svona framkomu. En lausn á málinu þarf að finna og skora ég á eigandann og yfirvöld að finna aðra lausn, dvöl á öldrunar-heimili á að vera góð upplifun en ekki afplánun. Verði Kum-bara-vogi lokað verður stórt skarð höggvið í samfélagið okkar. Um 50 manns munu missa vinnuna og enginn vill missa sína nánustu ættingja úr bæjar-félaginu. Og er ekki í lagi að hlusta á raddir íbúanna sem þar búa og vilja hvergi annars-staðar vera?